Little Lollipops Chihuahua

Um Chihuahua


Lýsing
Chihuahua er minnsta hundategund heims og vegur aðeins í kringum 2 kg. Þó hann sé lítill í stærð heldur hann sjálfur að hann sé heimsins stærsti hundur. Sagt er að hann sé stór hundur sem hafi lent í litlum búk. Tryggur, húsbóndahollur, mjög fjörugur og greindur. Chihuahua á það til að umgangast bara hunda af sömu tegund, þess vegna þarf að umhverfisvenja þá vel frá hvolpsaldri. Þeir eru viðbragðsskjótir, djarfir og hugaðir litlir hundar. Komið hefur fyrir að fólk hafi komist upp með það að Chihuahua hundurinn þeirra fær inngöngu með þeim á hótel og aðra álíka staði, svo lítill er hann. Chihuahua verður mjög háður eiganda sínum og á verði gagnvart ókunnugum. Hárafar er mismunandi, ýmist snöggt eða loðið.

Uppruni
Uppruni Chihuahua er enn dulinn. Sérfræðingar geta sér til um að litlir hundar, líkir og Chihuahua hafi komið til Ameríku með spænska hernum frá Hernando Cortes árið 1519. Önnur kenning er sú að kínverskir sjóferðalangar hafi tekið með sér litla smáhunda til Ameríku fyrir komu þeirra til Evrópu. Einnig er talið að tegundin sé uppruninn í Mexíkó, sem er talin líklegasta kenningin. Tegundin var fyrst flutt til Evrópu (Bretlands) árið 1850. Chihuahua er nefndur eftir fylki í Norður Mexíkó, þaðan var hann fluttur til Evrópu og síðan víða um heim. Chihuahua tók þátt í helgisiðum í Mexíkó fyrir mörgum árum, þeir voru sagðir vera heilagir, þeim var stundum fórnað fyrir guðina.

Umhirða
Snögghærður Chihuahua þarf litla sem enga feldhirðu, en bursta þarf síðhærða afbrigði reglulega. Böðun þegar nauðsinlegt þykir. Klær er klipptar eftir þörfum og fylgjast þarf með augum og tönnum (vegna tannsteinsmyndunar).

Hreyfing
Chihuahua verðu heilbrigðari og ánægðari ef hann fær reglulega hreyfingu. Hann ætti að fá daglega meðallanga göngutúra. Chihuahua er viðkvæmur gagnvart kulda.

Leyfilegir litir
Allir litir leyfilegir. Vinsælustu og algengustu litirnir eru ljósgulbrúnn eða brúnn, súkkuaðilitaður, ljósgulbröndóttur eða brúnn og hvítur, kremlitaður, ljósgulur og silfur, silfurgrár, svartur og brúnn og svartur.

Hæð á herðakamb
Ekki skilgreind.

Þyngd
1,5 - 3 kg. Hundar yfir 3 kg. óæskilegir.

Staðreyndir

  • Upprunaland: Mexíkó
  • Upprunatími: 1800?
  • Fyrstu not: Félagi
  • Í dag: Félagi
  • Lífsskeið: 13 - 14 ár
  • Önnur nöfn: Mexíkóskur Dverghundur
     
    Heimild:hvuttar.net